Frambjóðendur Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs voru í heimsókn í Vestmannaeyjum sl. fimmtudag. Þau heimsóttu ýmis fyrirtæki, stór og smá og kynntu sér starfsemi þeirra. Þá spjölluðu þau og hlustuðu á raddir Eyjafólks víða um bæinn, við verslanir og á öðrum stöðum þar sem fólk kemur saman.

Frambjóðendurnir fengu afar góðar móttökur, bæði hjá fyrirtækjunum sem þau heimsóttu en ekki síður hjá fólki sem þau hittu á förnum vegi í dagsins önn. Augljóst er að málstaður Vinstri grænna á góðan hljómgrunn í Eyjum, það sýna móttökurnar. Fjölmargir lýstu því yfir að þeir telji afar mikilvægt að Vinstri græn verði áfram leiðandi stjórnmálaafl í nýrri ríkisstjórn landsins undir dyggri stjórn Kartínar Jakobsdóttur sem er sá stjórnmálaleiðtogi sem nýtur lang mest traust landsmanna. Því verði að tryggja hreyfingunni gott gengi í kosningunum 25. sept. nk. ekki síst í Suðurkjördæmi.

Bestu þakkir fyrir frábærar móttökur og kveðjur til Vestmannaeyinga
(Fréttatilkynning frá Vinstri grænum í Vestmannaeyjum)