Á fjölmennum félagsfundi Eyjalistans fyrr í kvöld var framboðslisti félagsins fyrir komandi kosningar samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.

Listann skipa eftirfarandi:

1. Njáll Ragnarsson – Deildarstjóri og formaður bæjarráðs

2. Helga Jóhanna Harðardóttir – Grunnskólakennari

3. Erlingur Guðbjörnsson – Stöðvarstjóri hjá Íslandspósti

4. Hildur Rún Róbertsdóttir – Deildarstjóri í leikskóla

5. Díana Íva Gunnarsdóttir – Hönnuður/Nemi

6. Jónatan Guðni Jónsson – Grunnskólakennari

7. Bjartey Hermannsdóttir – Móttökuritari

8. Hafdís Ástþórsdóttir – Hársnyrtimeistari

9. Arna Huld Sigurðardóttir – Hjúkrunarfræðingur

10. Drífa Þöll Arnardóttir – Bókavörður

11. Sigurður Þór Símonarson – Sjómaður

12. Salóme Ýr Rúnarsdóttir – Starfsmaður í Straumi

13. Gauti Gunnarsson – Smiður

14. Sigurður Hjörtur Grétarsson – Verkamaður

15. Hrefna Valdís Guðmundsdóttir – Skjalavörður

16. Bjarni Sigurðsson – Matreiðslumeistari

17. Einar Friðþjófsson – Framhaldsskólakennari

18. Ólöf Margrét Magnúsdóttir – Sérkennari



Þá var á fundinum samþykkt að oddviti listans yrði jafnframt bæjarstjóraefni hans við komandi kosningar.

Eyjalistinn vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem sýndu framboðinu áhuga, veittu ráðgjöf og ráðleggingar og bentu á frambærilega einstaklinga til þátttöku.

Næst á dagskrá Eyjalistans er að halda áfram málefnavinnunni og tryggja að næstu fjögur árin verði haldið áfram að efla þjónustu við íbúa í Vestmannaeyjum og gera góðan bæ enn betri!