Ásmundur Friðriksson þingmaður mun verða með dagskrá vegna útgáfu bókar sinnar, Strand í gini gígsins, í Safnahúsinu í Eyjum laugardaginn 2. júlí nk. á Goslokahátiðinni. Hann er að leita eftir upptökum frá Surtseyjareldum.
“Ég veit að fólk á í fórum sínum upptökur af gosmyndum frá tímum Surtseyjar. Mig langar að sýna slíkar upptökur í útgáfudagskránni. Ef einhver er tilbúinn að leggja mér lið með láni á efni eða benda mér á hvar slíkt efni liggur á lausu vinsamlegast hafið samband.
Ásmundur Friðriksson s 8943900 eða á fésbókinni og messenger.”