Um síðstu helgi fór fram tveggja daga námskeið á vegum Rauða krossins í Arnardrangi. Námskeiðið er haldið á hverju vori fyrir börn á 12. aldursári þar sem þau læra grunnhandtök í skyndihjálp. 11 börn sóttu námskeiðið nú, 9 stúlkur og 2 strákar.

Fyrir áhugasama um skyndihjálp er hægt að nálgast skyndihjálpar-appið fyrir Apple- og android tæki á vef rauðakrossins hérna.