Nú um helgina er haldin 10. Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal. Þar safnast saman allir helstu bruggmeistarar Íslands og stilla fram nýrri vöru. Í ár voru 40 bjórar á boðstólnum.

Á hátíðinni kjósa gestirnir bestu bjórana, og eins og kynnir hátíðarinnar tók svo skemmtilega fram, þá kemur sigurbjórinn þetta árið, ekki frá Íslandi, heldur Vestmannaeyjum.

Þar komu sáu og sigruðu okkar bestu bruggmeistarar í The Brothers Brewery, sigurbjórinn þeirra kallast: Baldur Imperial Stout og er Sjómannadagsbjórinn frá þeim þetta árið. Tart Coulis súrbjór frá Húsavíkur Öl lenti í öðru sæti og Randy súrbjór frá Böl lenti í þriðja sæti. 

Þetta kemur fram á miðlum The Brothers Brewery og Bjórseturs Íslands.
Fréttin hefur verið uppfærð.