ÁtVR – Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu hélt stjórnarfund á dögunum þar sem farið var yfir skemmtanaliði ársins.
Átthagafélagið hefur það markmið að halda á lofti menningu og viðhalda venjum sem eiga rætur sínar í Vestmannaeyjum og standa að viðburðum þar sem Vestmannaeyingar koma saman, fjarri heimahögum.
 
Þetta var fyrsti fundur nýrrar stjórnar sem kosin var á aðalfundi þann 21. apríl síðastliðinn.
 
Hefðbundnir liðir verða á dagskrá eins og á hefðbundnu starfsári fyri covid, má þar nefna:
Sing-a-long kvöld með Blítt og létt
Aðventukvöld
Goskaffi og messu
Aðalfund
 
Einnig eru einn til tveir nýir dagskrárliðir í skoðun. Nánari upplýsingar og tímasetning viðburða verður auglýst síðar.
 
Á myndinni frá vinstri: Eygló Egilsdóttir meðstjórnandi, Jóhanna Hermansen ritari, Haukur Örvar Weihe meðstjórnandi og Guðrún Erlingsdóttir formaður. Á myndina vantar Perlu Björk Egilsdóttur, gjaldkera.
Þetta kemur fram á Facebook síðu átthagafélagsins