Keppni á fjórða og síðasta degi Íslands­móts­ins í golfi í Vestmannaeyjum hefur verið frestað vegna veðurs. Keppni hófst klukk­an sex í morg­un og eru marg­ir kepp­end­ur langt komn­ir með loka­hring­inn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Golfsambandinu og fer mótstjórn yfir stöðuna. Keppni  hefst í fyrsta lagi kl. 13.00 og fá keppendur upplýsingar sendar í SMS um kl. 12:00.

Gul viðvör­un er í gildi á Suður­landi og í Faxa­flóa og verður þangað til klukk­an 15.00 í dag, að öllu óbreyttu. Hvass­ast er við Suður­strönd­ina, frá Vest­manna­eyj­um að Reykja­nesi.

Mbl.is hefur eftir Birgi Erni Höskuldssyni, veðurfræðingi í morg­un að upp úr klukk­an þrjú ætti að draga úr vind­in­um tals­vert.

Mynd Addi í London:

Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR var efst kvenna eftir gærdaginn, lék á 69 höggum sem er eitt undir pari vallarins. Perla Sól er 15 ára.