Nýjasta tölublað Eyjafrétta er nú aðgengilegt áskrifendum á vefnum, en prentútgáfa blaðsins verður borin út til áskrifenda á fiimmtudaginn.

Við í ritstjórn leggjum viðfangsefni okkar í dóm ykkar lesenda og vonumst eftir áframhaldandi líflegum samræðum um málefni líðandi stundar.

Í blaðinu að þessu sinni er átta síðna sérblað um heilsurækt og þá þjónustu sem boðið er upp á í Vestmannaeyjum. Létt og skemmtilegt viðtal við nýjasta Eyjamann bæjarins má finna á síðunum ásamt góðri yfirferð Ómars ritstjóra á vatns- og rafmagnsleiðslur til Eyja, en hann ræðir við Ívar Atlason hjá HS veitum.

Þar að auki er kynning á MATEY, sjávarréttahátíð sem fer fram í Eyjum eftir tvær vikur, en nánar verður fjallað um hátíðina í næsta blaði. Einnig er fjallað um ljósleiðaravæðingu bæjarins, kynning á nýjum deildarstjóra hjá HSU ásamt kynningu á Laufeyju, nýrri þjónustmiðstöð við á gatnamótum Suðurlandsvegar og afleggjarans niður að Landeyjahöfn. Að lokum er vert að nefna stórfrétt vikunnar, sala Hótels Vestmannaeyja.

Allt þetta og meira til á síðum blaðsins sem kemur út 25. ágúst nk. Blaðið fæst í lausasölu hjá Klettinum, Krónunni og Tvistinum.