Talsverður viðbúnaður var við Hótel Eyjar í Vestmannaeyjum á tíunda tímanum í morgun þegar tilkynnt var um bruna þar. Að sögn Ragnars Ragnarssonar, varðstjóra hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum reyndist eldurinn minniháttar og gengu slökkvistörf greiðlega.

Engan sakaði í brunanum en einhverjar skemmdir urðu inni á hótelinu. Lögreglan tekur við rannsókn málsins þegar slökkvilið hefur lokið störfum.

Þetta kemur fram á RUV.is

T