Verð á raforku og gasi í Evrópuríkjum hækkar næstum því daglega og er að jafnaði orðið meira en þrefalt á við það sem gerðist áður en styrjöld braust út í Úkraínu. Staða og viðbrögð í Grupeixe, saltfiskframleiðslufyrirtæki Vinnslustöðvarinnar í Portúgal, segir sína sögu. Þar hafa rekstrarútgjöld aukist gríðarlega, segir Nuno Araujo framkvæmdastjóri:

„Við bregðumst meðal annars við með því að feta okkur í átt að sjálfbærni í orkumálum. Fyrsta skrefið er að koma fyrir sólarsellum á verksmiðjuþakinu til raforkuframleiðslu. Eigin orkuframleiðsla með vindmyllum er líka til athugunar. Þetta kallar á tæknibreytingar og tekur tíma að koma til framkvæmda. Við eigum ekki annan kost í stöðunni en þann að horfa í fullri alvöru til sjálfbærrar orkuframleiðslu.“

Í Grupeixe er þegar byrjað virkja sólaljósið til að framleiða rafmagn sem svo aftur er notað til að þurrka saltfisk. Þannig er fiskurinn sólþurrkaður á ská sem er eitt þeirra ráða sem gripið er til í orkukreppunni. Í vindinum búa líka kraftar sem unnt er að nýta og breyta í rafmagn.

Mynd: Sverrir Haraldsson t.v. og Nuno Araujo voru fyrirsætur í Vinnslustöðinni fyrir páska 2022 þegar CNN sendi teymi til að taka upp sjónvarpsefni í þrjá daga. Aðalerindið var að mynda allt framleiðsluferli saltfisksins sem sendur er til Portúgals og er þar í hávegum hafður meðal neytenda.

Nánar í næsta blaði Eyjafrétta.