Á vef Síldarvinnslunnar birtast regllega fréttir af aflabrgðum hjá bátum fyrirtækisins. Í var sett inn skemmtileg færsla þar sem meðal annar kom fram að Vestmannaey kom til löndunar snemma í gærmorgun en blandaður afli, sem hún kom með, fékkst að mestu austan við Vestmannaeyjar, á Pétursey, Vík og Öræfagrunni. „Við tókum síðan eitt hol hérna fyrir austan. Reiknað er með að veiða áfram hér eystra og landa á ný á miðvikudag,“ segir Birgir Þór Sverrisson skipstjóri.