Nú þegar aðventan er að renna í garð þá tökum við félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli upp þráðinn og hefjum okkar starf við fjáröflun til að geta styrkt okkar samfélag með góðri aðstoð bæjarbúa.
Föstudaginn 25. nóvember munun við ganga í hús og hefja okkar árlegu Jólasælgætissölu til styrktar góðum málefnum. Bæjarbúar og fyrirtæki hafa ávalt tekið vel á móti okkur og er það ósk okkar að svo verði einnig í ár. Við munum taka eina viku í söluna svo að engin ætti að verða útundann.

Bestu kveðjur og ósk um góðar viðtökur !
Kiwanisklúbburinn Helgafell