Nýtt verktakafyrirtæki var sett á laggirnar í nóvember í Vestmannaeyjum sem ber nafnið AGL verktakar. Stofnendurnir eru þrír en samtals eru starfsmenn orðnir sjö þrátt fyrir aldur félagsins sé einungis talinn í dögum.

“Það sem við erum að horfa á að sinna í dag er gólfhitafræsun sem er þjónusta sem ekki hefur verið í boði í Vestmannaeyjum áður. Ásamt því að taka að okkur alla almenna smíðavinnu, pípulagnir og steinsögun. Við erum með rafvirkja á höfuðborgarsvæðinu en erum einnig að leita okkur af góðum rafvirkja hér í Eyjum og vonandi gengur það. Annars sjáum við bara til hvernig þetta þróast allt saman hjá okkur,“ sagði Jónas Guðbjörn Jónsson einn eigenda félagsins en auk hans eru í eigendahópnum þeir Jóhann Ingi Óskarsson og Guðjón Pétur Lýðsson. Nánar er rætt við Jónas í nýjasta tölublaði Eyjafrétta sem dreift verður í dag.