Árlegir jólatónleikar Kórs Landakirkju fóru fram í vikunni sem leið. Tónleikarnir eru fyrir löngu síðan orðinn fastur liður í jólaundirbúningi Eyjamanna sem sást best á því að fullt var út úr dyrum líkt og fyrri ár. Tónleikarnir voru tvískiptir líkt og löng hefð er fyrir en fyrri hlutinn fór fram í safnaðarheimilinu og sá síðari í Landakirkju.
Að venju var það Kitty Kovács stýrði kórnum og lék undir á píanó og orgel. Eyjapeyinn Gissur Páll Gissurarson söng einsöng eins og honum einum er lagið. Kórinn kom vel undirbúinn til leiks og flutti fallegar jólaperlur úr ýmsum áttum. Það var vel við hæfi að fyrsti jólasnjórinn féll um það leiti sem tónleikagestir gengu út í desemberkvöldið upp fullir af hátíðaranda.