Á síðasta undir framkvæmda- og hafnarráðs lagði Erlingur Guðbjörnsson, formaður ráðsins fram tillögu um að stofnaður verði starfshópur til að fara yfir skýrslu um stórskipakant.

Í honum eru formaður og varaformaður framkvæmda- og hafnarráðs, tveir bæjarfulltrúar úr meirihluta og einn bæjarfulltrúi úr minnihluta. Starfsmenn hópsins verða Brynjar Ólafsson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Dóra Björk hafnarstjóri.

Tillagan var samþykkt.

Mynd: Meðal hugmynda eru stórskipakantur utan á Eiðinu og við hraunkantinn utan við Skansinn.