Bónus var oftast með lægsta verð á páskaeggjum í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var þann 28. mars, í 28 af 32 tilvikum. Krónan var með lægsta verðið í fjórum tilvikum og verð á öðum páskaeggjum í versluninni var einni krónu hærra en verð hjá Bónus. Krónan og Bónus voru með lægsta meðalverðið á páskaeggjum en Fjarðarkaup og Nettó með næst lægsta meðalverðið sem var að meðaltali um 5% hærra en verð í Krónunni og Bónus. Iceland var oftast með hæsta verðið á páskaeggjum, í 19 tilvikum af 32 og Hagkaup í 14 tilvikum en verð í báðum verslunum var um 17% hærra en lægsta verð. Heimkaup var með hæsta meðalverðið sem var 27% hærra en lægsta verð en einungis níu páskaegg af þeim sem voru í könnuninni fengust í versluninni.

Páskaeggin dýrust í Heimkaup, Iceland og Hagkaup

Heimkaup var lengst frá lægsta verði, en verð í versluninni var að meðaltali 27% hærra en lægsta verð. Iceland var oftast með hæsta verðið á páskaeggjum í 19 tilvikum og Hagkaup næst oftast, í 13 tilvikum. Verð á páskaeggjum í Iceland var að jafnaði 18% frá lægsta verði og verð í Hagkaup 17% frá lægsta verði.

Krónan og Bónus voru að meðaltali með lægsta meðalverð á páskaeggjum þó 0,1% skilji á milli, Krónunni í hag. Verð á páskaeggjum var þriðja lægst í Fjarðarkaupum að meðaltali 5% hærra en lægsta verð en meðalverð í Nettó var einungis 0,2% hærra en í Fjarðarkaupum. Verð á páskaeggjum í Kjörbúðinni var að meðaltali 9% hærra en lægsta verð.

Mynd – ASÍ.