Ekki tókst Eyjakonum að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í handbolta í dag þegar þær mættu Haukum í fjórða leik undanúrslitanna í Hafnarfirði. Staðan í hálfleik var 13:11 fyrir Haukakonur.  Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit og þar höfðu Haukar betur og lokatölur voru 29:26.

Eftir þessa fjóra leiki er staðan jöfn hjá liðunum, tveir sigrar hjá hvoru og því hreinn odda­leik­ur í Vest­manna­eyj­um á þriðju­dag­inn kl 18:00. Má búast við hörkuleik því jafnt hefur verið á öllum tölum í leikjunum fjórum.

Sunna er markahæst hjá ÍBV með 8 mörk, Hrafnhildur Hanna 6, Elísa 5 og Ásta Björt 2 og Amelía Dís, Sara Dröfn, Harpa Valey, Ingibjörg og Karolina með 1 mark hver. Marta stóð fyrir sínu í markinu og varð 14 skot, þar af tvö víti.

Mynd úr síðasta leik liðann í Eyjum.

Mynd Sigfús Gunnar.