Kór Landakirkju heldur árlega jólatónleika sína miðvikudaginn 13. desember og hefjast þeir kl. 20:00. “Dagskráin verður sneisafull af hátíðlegum og hrífandi jólalögum líkt og undanfarin ár en kórinn hefur verið við stífar æfingar frá því snemma í haust. Ef þú hefur einhverjar áhyggjur af því að finna ekki jólaskapið þitt þá get ég lofað því að þær áhyggjur hverfá á morgun,” sagði Jarl Sigurgeirsson kórmeðlimur í samtali við Eyjafréttir.

Tónleikarnir eru tvískiptir rétt eins og undanfarin ár en dagskráin hefst í sal safnaðarheimilis Landakirkju og líkur svo upp í Landakirkju. Birgir Stefánsson syngur einsöng með kórnum sem er dyggilega stýrt af Kitty Kovács organista Landakirkju sem leikur undir á píanó og orgel. Miðaverð er 3.000 krónur.