Síðustu veiðiferðum Bergs VE og Vest­mana­n­eyj­ar VE fyr­ir jóla­stopp er lokið. Landaði Berg­ur 62 tonn­um í Vest­manna­eyj­um í vikunni og Vest­manna­ey 60 tonn­um þar í gærmorg­un.

Mest var af þorski í afla Bergs og seg­ir Jón Val­geirs­son skip­stjóri í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar að í túrn­um hafi verið norðaust­an fræs­ing­ur. „Við byrjuðum út af Þor­láks­höfn og þar feng­um við aðeins af ýsu, en færðum okk­ur síðan aust­ur á Ing­ólfs­höfða og kláruðum þar. Nú er framund­an pása fram yfir ára­mót og það eru all­ir glaðir og sæl­ir með það.“

„Við byrjuðum á Glett­ingi en færðum okk­ur svo suður á Gerp­is­flak og í Reyðarfjarðardýpið. Þarna vor­um við í blíðuveðri all­an tím­ann en það var hins veg­ar bræla fyr­ir sunn­an okk­ur. Nú tek­ur við góð pása en það verður ekki farið út á ný fyrr en á nýju ári,“ seg­ir Birg­ir Þór Sverris­son, skip­stjóri á Vest­manna­ey, um síðasta túr tog­ar­ans.