Vestmannaeyjabær auglýsti nýlega stöðu stöðu deildarstjóra fræðslu- og uppeldismála. Umsóknarfrestur var til 20. febrúar. Starfið felur í sér samkvæmt auglýsingu yfirumsjón, í umboði framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs, með framkvæmd laga um fræðslu- og uppeldismál sem og önnur verkefni sem tilheyra fræðslu- og uppeldismálum og sveitarstjórn hefur samþykkt.

Alls sóttu sex einstaklingar um stöðu deildarstjóra fræðslu- og uppeldismála. Einn umsækjandi dróg umsókn sína til baka.

Umsækjendur eru því fimm;
Fannar Karvel
Helga Sigrún Ísfeld Þórsdóttir
Margrét Ástrós Gunnarsdóttir
María Jóhanna Hrafnsdóttir
Þórdís Þórðardóttir