Sjúkraflug er gríðarlega mikilvægur þáttur í heilbrigðiskerfinu fyrirÍslendinga á erlendri grundu sem komast þurfa hratt og örugglega undirlæknishendur hér heima og ekki geta farið í áætlunarflugi. Einnig erufjölmörg flug frá landinu bæði með erlenda aðila sem veikst eða slasasthafa hér á landi eða með Íslendinga sem þurfa að komast í sérhæfðaraðgerðir eða læknisþjónustu erlendis. Því er nauðsynlegt að sjúklingar,aðstandendur og heilbrigðiskerfið allt hafi aðgang að sérþekkingu ísjúkraflugi og sérútbúnum vélum sem eru til taks allan sólarhringinn.Leiguflugið ehf / Air Broker Iceland býður upp á sjúkraflugsþjónustu frásímtali til lendingar ásamt því að aðstoða við sjúkraflutning á jörðuniðri frá flugvél á spítala. Félagið hefur aðgang að fjölda flugvéla útum alla Evrópu og getur útvegað sjúkraþotu með læknateymi um borð á mjögskömmum tíma. Um er að ræða aðila sem sérhæfa sig í sjúkralugi út umallan heim og er sérhæft heilbrigðisstarfsfólk ávallt um borð.Til að mynda sótti Leiguflugið ehf / Air Broker Iceland sjúkling, ádögunum, til Alicante sem þurfti að komast undir læknishendur hér áÍslandi. Um var að ræða sérhæfðan sjúkraflutning og sendi félagiðsérútbúna þotu, með læknateymi um borð, til að sækja sjúkling ogaðstandenda. Gekk flutningur þessi eins og í sögu og var lent áReykjavíkurflugvelli í blíðskapar veðri aðeins rúmum 4,5 klst eftirflugtak frá Alicante. Fulltrúar Leiguflugsins ehf / Air Broker Iceland,ásamt aðstandendum, tóku á móti vélinni. Aðstandendur sjúklings voruhrærðir við lok ferðar og fengu Air Broker menn þétt faðmlag að ferð ogþjónustu lokinni. Að loknum verkefnum sem þessum er þakklæti efst í hugaog frábært að geta aðstoðað samlanda sína, sem og aðra, í aðstæðum semenginn vill lenda í. Aðstandendur þessa tiltekna flugs sögðu orðrétt“Mikilvægast af öllu var að finna hvað við vorum í öruggum höndum allantímann”Þegar koma þarf á sjúkraflugi milli landa, til og/eða frá Íslandi, þá ermikilvægt að sjúklingur sé settur í fyrsta sæti. Gerð sjúkravéla,flugtími, aðbúnaður um borð (sjúkrbörur, vinnurými, tækjabúnaður,salerni ofl), samskipti við aðstandendur og heilbrigðisstarfsólk ásamtfjölda annarra þátta skiptir gríðarlegu máli. Það er því í mörg horn aðlýta og má ekki slá af kröfum á neinn hátt þegar sjúkraflug er annarsvegar. Það er sjúklingurinn sem þarf á gæðum og góðri þjónustu að haldaásamt því að komast hratt og örugglega á leiðarenda.Á myndinni má sjá Ásgeir Örn Þorsteinsson við móttökur á sjúkravél á vegum félagsins eftir lendingu í Reykjavík fyrr í vikunni.