30 umsóknir bárust
Ráðhús_nær_IMG_5046
Ráðhús Vestmannaeyja. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Vestmannaeyjabær auglýsti í apríl eftir ábendingum, tillögum og styrkumsóknum undir heitinu “Viltu hafa áhrif 2024?”

Um er að ræða síðari úthlutun fyrir árið 2024. Markmiðið með þessu er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á bæinn sinn.

Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að alls hafi borist 30 styrkumsóknir í ár sem og nokkrar ábendingar um hvað betur megi fara í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð þakkar bæjarbúum fyrir fjölbreyttar umsóknir og ábendingar. Bæjarráð hefur tekið ákvörðun um styrki sem tilkynntir verða þriðjudaginn 28. maí nk.

Nýjustu fréttir

Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.