Það sem hefur bjargað okkur er kolmunninn sem við höfum keypt af norskum skipum. Fengum við 5000 tonn af þremur skipum um helgina,“ sagði Páll Scheving, verksmiðjustjóri í bræðslu Ísfélagsins. Þar á bæ eru menn að gera sig klára fyrir loðnuna eins og í bræðslu Vinnslustöðvarinnar sem hefur tekið á móti lítils háttar af gulldeplu og síld frá áramótum. En engin loðna er komin á land.