Fram til ársins 2020 (að því meðtöldu) var stofn- og fjárfestingakostnaður við Landeyjahöfn um 8,2 ma.kr. Stærsti einstaki liðurinn er viðhaldsdýpkun (eða um 45%) og vakti Ríkisendurskoðun athygli á því í stjórnsýsluúttekt að hann væri á 10 árum, orðinn hærri en kostnaður við byggingu hafnarinnar sjálfrar auk endurbóta (3,3 ma.kr.).
Þá var bent á í skýrslunni að heildarkostnaður við ferjuskipti í Vestmannaeyjum hafi numið um 5,3 ma.kr. með rafvæðingu nýju ferjunnar. Þar af hljóðaði smíðakostnaður upp á rúmlega 4,5 ma.kr en áætlaður kostnaður við ferjuskiptin var 5,6 ma.kr. Er þá ótalinn mikill viðhaldskostnaður ferjunnar líkt og bent var á í frétt Eyjar.net í byrjun síðasta árs.
https://eyjar.net/dyr-slipptaka-herjolfs/
Árið í fyrra næst dýrasta árið frá upphafi
Kostnaður við dýpkun Landeyjahafnar frá opnun hafnarinnar nam við síðustu áramót 4844 milljónum króna. Árið í fyrra reyndist kostnaðarsamt er kemur að sanddælingu en kostnaður við viðhaldsdýpkun hafnarinnar var rétt tæpar 605 milljónir, og heildarkostnaður við höfnina reyndist 619 milljónir 2023. Árið 2022 var heildarkostnaður 346 milljónir, en 2021 var hann tæpar 470 milljónir.
Þetta kemur fram í svari Vegagerðarinnar við fyrirspurn Eyjar.net og má sjá tölur síðustu ára í töflunni hér að neðan. Eldri tölur má sjá í töflu þar fyrir neðan – sem birtist í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. Á tölunum má sjá að aðeins eitt ár toppar kostnaðinn við dýpkun hafnarinnar. Það var árið 2015 þegar dæluskipið Taccola kom erlendis frá til að dæla sandi fyrir framan höfnina, en auk þess önnuðust skip Björgunar viðhaldsdýpkun í og við höfnina þá.
820 milljónir til Herjólfs ohf. í ár
Af þessu má sjá að heildarkostnaður við dýpkun hafnarinnar er kominn í 4,8 milljarða. En heildarkostnaður við höfnina, þá með stofnkostnaði er þá kominn í 9,4 milljarða. Ef smíðakostnaður ferjunnar er einnig tekinn með er kostnaðurinn 14,7 milljarðar. Er þá ótalinn ríkisstyrkurinn sem rennur til Herjólfs ohf., en rekstur ferjunnar kostaði ríkissjóð 783 milljónir kr. árið 2022, þar af voru nettó rekstarframlög 574 milljónir kr. Í ár verður framlag ríkisins til Herjólfs ohf. um 820 milljónir.
https://eyjar.net/framlagid-skuli-standa-undir-ollum-kostnadi/
https://eyjar.net/algjort-radaleysi-af-halfu-rikisins/
https://eyjar.net/2021-07-19-nyr-herjolfur-storbaetir-nytingu-a-landeyjahofn/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst