Breytt deiliskipulag íþróttasvæðis við Hástein er nú í kynningarferli. Í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar er gert ráð fyrir 180 milljónum til verksins í ár. Þá er gert ráð fyrir í þriggja ára áætlun að árið 2025 fari 240 milljónir í framkvæmdina og aðrar 240 milljónir árið 2026. Um er að ræða viðbyggingu við Íþróttamiðstöðina upp á 1800 fermetra – verði byggðar tvær hæðir – líkt og kveðið er á um í breyttu skipulagi.
Fyrir búningsklefa og skrifstofur
Fram kemur í kynningu á vef Vestmannaeyjabæjar að bæjarstjórn Vestmannaeyja hafi samþykkt í febrúar sl. að auglýsa breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis við Hástein, skv. skipulagslögum. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir nýjum byggingareit, Þ3, að stærð 15x60m á allt að tveimur hæðum fyrir búningsklefa og skrifstofurými norðan við fjölnota íþróttasal.
Þá segir að viðbyggingin muni falla vel að landslagi og hugað verður að takmörkuðu raski á náttúrulega landslagi. Áhersla verður lögð á aðgengi fyrir alla og hugað verður að tilfærslu göngustíga og góðri aðkomu fyrir gangandi og hjólandi að íþróttahúsinu, auk aðstöðu fyrir hjól, rafskutlur og barnavagna.
Skipulagsgögnin eru til sýnis í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja, á skipulagsgátt á vefsíðu sveitarfélagsins og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 18. apríl 2024 í afgreiðslu Ráðhúss eða á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is.

https://eyjar.net/aaetlunin-samthykkt-samhljoda/
https://eyjar.net/2022-09-13-vidbygging-komi-til-med-ad-efla-mjog-starfsemi-ithrottamidstodvarinnar/




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.