Breytt deiliskipulag íþróttasvæðis við Hástein er nú í kynningarferli. Í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar er gert ráð fyrir 180 milljónum til verksins í ár. Þá er gert ráð fyrir í þriggja ára áætlun að árið 2025 fari 240 milljónir í framkvæmdina og aðrar 240 milljónir árið 2026. Um er að ræða viðbyggingu við Íþróttamiðstöðina upp á 1800 fermetra – verði byggðar tvær hæðir – líkt og kveðið er á um í breyttu skipulagi.
Fyrir búningsklefa og skrifstofur
Fram kemur í kynningu á vef Vestmannaeyjabæjar að bæjarstjórn Vestmannaeyja hafi samþykkt í febrúar sl. að auglýsa breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis við Hástein, skv. skipulagslögum. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir nýjum byggingareit, Þ3, að stærð 15x60m á allt að tveimur hæðum fyrir búningsklefa og skrifstofurými norðan við fjölnota íþróttasal.
Þá segir að viðbyggingin muni falla vel að landslagi og hugað verður að takmörkuðu raski á náttúrulega landslagi. Áhersla verður lögð á aðgengi fyrir alla og hugað verður að tilfærslu göngustíga og góðri aðkomu fyrir gangandi og hjólandi að íþróttahúsinu, auk aðstöðu fyrir hjól, rafskutlur og barnavagna.
Skipulagsgögnin eru til sýnis í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja, á skipulagsgátt á vefsíðu sveitarfélagsins og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 18. apríl 2024 í afgreiðslu Ráðhúss eða á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is.
https://eyjar.net/aaetlunin-samthykkt-samhljoda/
https://eyjar.net/2022-09-13-vidbygging-komi-til-med-ad-efla-mjog-starfsemi-ithrottamidstodvarinnar/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst