670 milljónir í Ráðhúsið 
radhus_vestm_2022
Ráðhús Vestmannaeyja. Eyjafréttir/Eyjar.net: Tryggvi Már

Á fimmtudaginn var birtur ársreikningur Vestmannaeyjabæjar. Eyjar.net hefur rýnt í tölurnar í reikningnum og mun fylgja því eftir næstu daga. Í dag skoðum við kostnaðinn við endurbætur á Ráðhúsi Vestmannaeyja, sem vígt var í fyrra.

Eignfærður kostnaður vegna Ráðhússins nemur á tímabilinu 2020-2023, 673 milljónum króna, þar af 47 milljónir í innanstokksmuni. Á síðasta ári voru eignfærðar 51,5 milljónir. 

Milljón á fermetrann – hálf milljón á hverja fjölskyldu

Samkvæmt fasteignaskrá er fasteignin 633 fermetrar ásamt 127 fermetra starfsmannahúsi. Húsin eru byggð árið 1928. Heildarkostnaður á fermetra nemur því rúmlega milljón, en um 900 þúsund ef starfsmannahúsið er tekið með í útreikninginn.

Í Vestmannaeyjum eru ríflega 3.000 einstaklingar á vinnualdri, þ.e. 18-70 ára. Kostnaður við Ráðhúsið á hvern einstakling nemur því um 220 þúsund krónum og mætti fullyrða að hvert heimili hafi því greitt að jafnaði um hálfa milljón í Ráðhúsið.

https://eyjar.net/2022-07-13-radhusid-opnar-fyrir-vidskiptavini/

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.