Fyrir tæpri klukkustund síðan hófst 71. ársþing KSÍ í Höllinni í Vestmannaeyjum. Eftir nokkur orð frá Geir �?orsteinssyni, fráfarandi formanni, hófust formlegt störf þingsins, en nokkrar tillögur liggja fyrir þinginu eins og fram kemur á vef sambandsins. Hægt verður að fylgjast með framvindu mála á
ksi.is. sem og nálgast upplýsingar um þær tillögur sem fyrir liggja. Á þinginu verður kosinn nýr formaður knattspyrnusambandsins en Geir �?orsteinsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs en hann hefur verið formaður frá árinu 2007. Valið stendur því á milli fyrrum landsliðsfyrirliðans Guðna Bergssonar og Björns Einarssonar, formanns Víkings og framkvæmdastjóra TVG-Zimsen.