Nítján útskrifuðust af sex mismunandi brautum
Myndarlegur hópur útskriftarnema sem útskrifaðist frá FÍV á haustönn. Mynd Óskar Pétur.

Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum var slitið föstudaginn 19. desember. Alls útskrifuðust 19 nemendur af sex mismunandi brautum. Yfir 270 nemendur stunduðu nám við skólann á önninni, á ólíkum námsleiðum og í fjölbreyttum áföngum.

„Ágætu áheyrendur, kæru útskriftarnemar, fjölskyldur, vinir og samstarfsfólk. Í dag er dagur gleði og þakklætis. Við kveðjum hóp fólks sem hefur lokið mikilvægu verkefni hér í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum og er nú tilbúið að taka næstu skref út í samfélagið. Þetta er dagur til að fagna áfangasigri – en líka dagur til að horfa fram á veginnr fjölbreyttur. Hér eru nemendur sem eru að útskrifast í fyrsta skipti úr framhaldsskóla, en einnig fullorðnir nemendur sem hafa snúið aftur í nám, klárað það sem stóð út af eða opnað nýjar dyr. Slík ákvörðun krefst þreks og ábyrgðar – og er afar virðingarverð,“ sagði Helga Kristín Kolbeins, skólameistari Framhaldsskólans við lok haustannar þetta árið.

Útskriftarnemendur eru: 

  • Andriana Yenumi Kombat – Stúdentsbraut, náttúruvísindalína (NV)
  • Atli Ársæll Atlason – Iðnmeistaranám (IM)
  • Ásgeir Emil Ólason – Vélstjórn B (VB)
  • Ásta Hrönn Guðmannsdóttir – Iðnmeistaranám (IM)
  • Benóný Friðrik Færseth Jónsson – Vélstjórn B (VB), viðbótarnám til stúdentsprófs
  • Edward Jón Þórarinsson Ginzhul – Vélstjórn B (VB)
  • Ingibjörg Bryngeirsdóttir – Sjúkraliðabraut (SJ)
  • Jason Stefánsson – Stúdentsbraut, opin lína
    • Jason lýkur jafnframt grunnnámi í málm- og véltæknigreinum og námi við Íþróttaakademíu FÍV og ÍBV. Andrea, móðir Jasons, tók við skírteini og viðurkenningu frá Akademíunni fyrir hans hönd.
  • Jón Helgi Gíslason – Iðnmeistaranám (IM)
  • Selma Rut Sigurbjörnsdóttir – Iðnmeistaranám (IM)
  • Sigurður Ragnar Steinarsson – Vélstjórn B (VB)
  • Sindri Georgsson – Iðnmeistaranám (IM)
  • Snæbjörn Jökulsson – Stúdentsbraut, opin lína (ST1-O)
  • Svea María Bergsteinsdóttir – Stúdentsbraut, náttúruvísindalína (NV)
  • Þórður Örn Gunnarsson – Stúdentsbraut, félagsvísindalína (FV)

Þau voru ekki viðstödd útskriftina:

  • Einar Örn Þórsson – Vélstjórn B
  • Erlendur Ágúst Stefánsson – Iðnmeistaranám (IM)
  • Sigurbergur Sveinsson – Iðnmeistaranám (IM)
  • Þórir Guðmundsson – Pípulagnir (PL)

.

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.