Þjóðhátíðarnefnd tilkynnir með stolti: rapparinn Emmsjé Gauti verður með Þjóðhátíðarlagið í ár. Lag og myndband verða frumflutt síðar í sumar og Þjóðhátíðargestir eiga von á góðu frá einum vinsælasta tónlistarmanni landsins.
Dagskráin í Herjólfsdal er farin að mótast – Bríet, Stjórnin og Friðrik Dór / fleiri tilkynningar væntanlegar strax eftir Páska.