Stórskipakantur, athuganir og rannsóknir voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni sem leið. Hafnarstjóri fór yfir verklag starfshóps fyrir Vestmannaeyjahöfn sem mun skila niðurstöðum í byrjun júní 2023. Starfshópur styðst við skýrslu EFLU.
Fram kemur í niðrstöðu ráðsins að í skýrslunni er að finna margar og fjölbreyttar hugmyndir um framtíðarsýn hafnarsvæðisins í Vestmannaeyjum. Hægt er að senda hafnarstjóra (dora@vestmannaeyjar.is) ábendingar um fleiri tillögur eða aðrar athugasemdir ef einhverjar eru. Slíkar ábendingar skal senda fyrir 5. maí nk.
Í skýrslunni eru dregnar saman hugmyndir sem orðið hafa til á undanförnum árum og hefur starfshópur sem skipaður var sérstaklega til þess að taka fyrir framtíðarsýnina, unnið úr umræddum hugmyndum. Ráðið vekur athygli á að kostnaðartölur í skýrslunni eru birtar með fyrirvara. Kostnaðartölur miðast við efnistöku í Vestmannaeyjum
sem er ekki raunhæft.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst