Dagskrá dagsins hefst klukkan 11:00 með dorgveiðikeppni SJÓVE og Jötuns á Nausthamarsbryggju. Vegleg verðlaun fyrir stærsta fiskinn, flesta fiska og fleira. Klukkan 13:00 er Sjómannafjör á Vigtartorgi þar sem séra Viðar byrjar á að blessa daginn.
Þá taka við hefðbundin atriði, kappróður, koddaslagur, tuðrukvartmíla, lokahlaup, sjómannaþraut, þurrkoddaslagur og foosballvöllur verður á staðnum. Blaðrarinn mætir á svæðið, hoppukastalar, ÍBV verður með poppkorn, Kjörís gefur ís og SS býður eitthvað gómsætt af grilllinu.
Klukkan 20:00 er sjómannadagsball Vestmannaeyja í Höllinni. Glæsileg dagskrá og frábær matur frá Einsa kalda. Veislustjóri verður Halli melló sem sló í gegn í þáttunum Heima með Helga. Magni okkar Ásgeirsson mætir með gítarinn. Una og Sara taka lagið og Herbert Guðmundsson kemur öllum í gír fyrir ballið! Klukkan 23:00 er dansleikur með Á móti sól ásamt Ernu Hrönn.
Minnisvarðinn um druknaða á Skansinum var afhjúpaður í gær af Eykyndilskonum að viðstöddu fjölmenni.
Mynd Addi í London.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst