Flest bendir til þess að strandveiðar verði stöðvaðar um miðjan næsta mánuð vaxi afli strandveiðibátanna milli ára í júní eins og í maí. Þegar júní lýkur gætu bátarnir verið búnir að landa 79% af þeim tíu þúsund tonnum af þorski sem veiðunum er ráðstafað, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins.
Í maímánuði síðastliðnum tókst 666 strandveiðibátum að landa að meðaltali 656 kílóum af þorski í róðri. Í heild náðu bátarnir 3.501 tonni af þorski, sem er 35% af heimildum í þorski ætlað strandveiðum. Um er að ræða 6% meiri þorskafla í maí en á strandveiðum í sama mánuði á síðasta ári.
Aldrei hafa strandveiðar haft jafn stóran hluta af heildarkvóta í þorski og nú og er því talið að svigrúm stjórnvalda til að auka við heimildir strandveiðibáta í þorski sé mjög takmarkað.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst