Karlaliðið fær liðstyrk á lokasprettinum

Á fótbolti.net hefur verið tilkynnt að ÍBV hefur fengið liðsstyrk fyrir endasprettinn í Bestu deildinni. Sá heitir Michael Jordan Nkololo og getur hann bæði spilað sem sóknarsinnaður miðjumaður og framherji.

Sögur höfðu heryst af því að ÍBV ætlaði að styrkja sig í framherjastöðunni fyrir endasprettinn og er hann nú kominn.

Jordan, sem er þrítugur, er fæddur í Frakklandi en spilar með landsliði Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó (DR Congo). Hann á samkvæmt Wikipedia að baki tólf landsleiki og hefur í þeim skorað fjögur mörk.

Hann var síðast leikmaður Kyzylzhar í Kasakstan og hefur hann einnig spilað í Litháen, Úkraínu, Lettlandi, Króatíu, Rúmeníu og Frakklandi.

Hann getur spilað með ÍBV þegar liðið mætir Fylki á Hásteinsvelli á sunnudag. ÍBV er í 10. sæti deildarinnar með sautján stig, tveimur stigum meira en Fram sem er í næst neðsta sæti.

Mynd: CAEN

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.