,,Það verður Þjóðhátíðarstemming á Menningarnótt í Ráðhúsinu í Reykjavík á laugardaginn. Þá ætla félagsmenn ÁtVR , Átthagafélags Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu að bresta í söng í þjóðhátíðartjaldinu sem Vestmannaeyjabær setur upp í ráðhúsinu,, segir Guðrún Erlingsdóttir, formaður ÁtVR. Hún segir ÁtVR vera í hlutverki gestgjafa í tjaldinu og það sé góð stemming fyrir deginum.
,,Við munum halda uppi þjóðhátíðarfjörinu á milli atriða sem flutt verða á sviðinu. Þetta verður eins og í Dalnum á þjóðhátíð. Metnaðarfull dagskrá á sviðinu, stemming í og við tjaldið, létt lög í Dalnum og spjall við mann og annan“, segir Guðrún sem hvetur Eyjamenn til að fjölmenna í Ráðhúsið á laugardaginn.
Hress á þjóðhátíðinni í ár.
Mynd Addi í London.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst