Sigurgeir – Við gosið á Menningarnótt

Sýningin Við gosið verður opnuð á föstudag kl. 16.00 á Hafnartorgi Gallery, í rými sem er næst Hótel Edition við höfnina. Sýningin verður opin frá klukkan 12.00 til 17.00 á laugardag og 12.00 til 15.00 á sunnudag.

Ljósmyndasýningin Við gosið í Hafnartorgi Gallery sýnir valdar myndir Sigurgeirs af gosinu, þ.á.m. eina af frægustu myndum Sigurgeirs, Landakirkju með eldhafið að baki sér. Áræðinn og frakkur stóð Sigurgeir Jónasson (f. 1934) andspænis eldgosinu í Heimaey og myndaði það sem fyrir augum bar. Hann segir sjálfur ekki hafa hugsað rökrétt, náttúran var í aðalhlutverki og hann vissi að hlutverk hans var að mynda atburðinn og framvinduna.

“Það er vandasamt verk að velja myndir af gosinu úr safni Sigurgeirs en það hleypur á þúsundum ljósmynda. Hann hefur skrásett hluta af heildarsafninu en í heildina telur það milljónir mynda. Sigurgeir valdi að vera eftir í Eyjum, vera við gosið og sendi fjölskylduna upp á land þegar gosið hófst enda átti það hug hans allan. Það er aðdáunarvert að sjá hvernig Sigurgeir aðskildi sig frá verkefninu en nýtti styrkleika sína við tökur. Hann þekkti hvern hól, hvert hús, veðrið og náttúru Eyjanna og tókst á við verkefnið af fagmennsku,“ segir Vala Pálsdóttir sýningarstjóri.

Sýningin Við gosið verður aðgengileg á opnunartímum Hafnartorgs Gallery fram til 3. september nk.

Ein af ljósmyndum Sigurgeirs en á sýningunni verða hátt í 80 skipamyndir af þeim bátum sem sigldu gosnóttina frá Eyjum.

 

 

Nýjustu fréttir

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.