„Makrílveiðarnar hafa gengið misjafnlega eftir dögum. Veiðisvæðið stórt og nú er flotinn komin norður undir lögsögu Svalbarða þar sem ágætis veiði hefur verið um sl. helgi. Það þýða rúmar 600 sjómílur til Þórshafnar og 850 sjómílur til Eyja,“ sagði Eyþór Harðarsson, útgerðarstjóri Ísfélagsins.
„Ísfélagið hefur tekið á móti um 9000 tonnum af makríl og þar af hafa 70% aflans farið til frystingar og 30% til bræðslu. Síðustu daga heftur gengið vel að veiða og eru Sigurður, Álsey og Suðurey á landleið til Þórshafnar með góðan afla. Heildarveiðin komin í um 13.500 tonn af 19.500 tonna heimildum sem Ísfélagið hefur til ráðstöfunar,“ sagði Eyþór.
Vinnslustöðin
„Makrílvertíðin er komin á lokametrana hjá okkur. Við eigum eftir að veiða um 3.000 tonn af þeim 19.500 tonnum sem Vinnslustöðin og Huginn höfðu til ráðstöfunar í upphafi,“ segir Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri hjá Vinnslustöðinni.
„Heilt yfir hefur þetta gengið vel en veiðin hefur verið sveiflukennd, stundum góð og stundum alls engin. Það munaði mikið um að geta veitt þó nokkurn hluta makrílsins innan lögsögunnar en undanfarið hefur veiðin eingöngu verið lengst norður í Smugu. Því fylgja langar siglingar með tilheyrandi frátöfum, auk þess sem makríllinn þolir illa langar siglingar.
Það er ekki gott að segja nákvæmlega hvenær þetta klárast, núna í augnablikinu er lítil sem engin veiði og það gæti alveg eins orðið erfitt og tafsamt að sækja það sem eftir er,“ sagði Sverrir.
Gullberg VE, skip Vinnslustöðvarinnar kemur til hafnar með góðan afla.
Mynd Addi Í London.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.