Eyjapistlar og Eyjalög í Salnum á morgun
Þann 16. sept. skrifaði Ómar Garðarsson ritstjóri Eyjafrétta:
Meðal merkustu viðburða á Goslokahátíð 2023 var dagskrá í Eldheimum, Gísli Helgason og Eyjapistlarnir ógleymanlegu í Ríkisútvarpinu. Voru þeir á dagskránni frá 7. febrúar 1973 til 25. mars 1974. Þar voru lesnar ýmsar tilkynningar, fréttir, afmæliskveðjur og birt viðtöl við fólk sem í gosinu var tvístrað vítt og breitt um landið. Gísli lék valin brot úr pistlunum og mætti með öfluga hljómsveit sem flutti lögin hans. Komust færri að en vildu en nú er ætlunin að endurtaka leikinn í Salnum 27. september nk.
Eyjapistlar voru á dagskrá RÚV frá febrúar 1973 til marsloka árið eftir. Af 260 þáttum sem samtals voru um 90 klst. hafa um 80 þættir varðveist. Í bland við þekkt Eyjalög verða á þessum tónleikum flutt brot úr nokkrum þessara útvarpsþátta. Á sínum tíma var tilgangur þáttastjórnendanna Arnþórs og Gísla Helgasona að vera upplýsingaveita fyrir Vestmannaeyinga á meðan á gosinu stóð. Fólk gat auglýst eftir týndum munum og komið tilkynningum af ýmsu tagi til samlanda sinna. Jafnframt var reynt að halda uppi léttleika í þáttunum og endurspegla mannlífið eins og það var á meðal Vestmannaeyinga. Ljóst er að þarna er afar góð heimild um þennan atburð í sögu þjóðarinnar, en nóttina sem gosið hófst flúðu 5.000 manns heimili sín.
Þessi tónleikadagskrá var frumflutt í Eldheimum, á goslokahátíð í júlímánuði 2023. Salurinn var þéttsetinn og komust færri að en vildu. Eyjalögin vöktu eins og við mátti búast mikla sönggleði, og var vel tekið undir í þeim. Gísli er góður sögumaður, og það, ásamt hljóðbrotum úr þáttunum, vakti bæði kátínu og gamlar tilfinningar, sérstaklega kannski hjá þeim sem þarna könnuðust við sjálfa sig frá því fyrir fimmtíu árum, en mörg viðtalanna voru einmitt við börn.
Auk Gísla koma fram Herdís Hallvarðsdóttir, Þórarinn Ólason, Magnús R. Einarsson, Hafsteinn Guðfinnsson, Sigurmundur G. Einarsson Unnur Ólafsdóttir og Grímur Þór Gíslason.
Fréttatilkynning.
Myndin var tekin í þéttsetnum sal Eldheima á tónleikunum á Goslokum í sumar.

Nýjustu fréttir

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.