Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór, á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs, yfir stöðu barnaverndarþjónustu Vestmannaeyjabæjar. Þjónustan er í breyttu formi í kjölfar breyttra Barnaverndarlaga. Breytingarnar hafa reynst vel en þeim fylgir þó aukinn kostnaður fyrir sveitarfélög og þar með talið Vestmannaeyjabæ. Með tilkomu Umdæmisráða í barnavernd verður meiri umfang í kring um hvert og eitt mál sem hefur leitt m.a. til þess að kostnaður barnaverndar á þessu ári mun fara yfir kostnaðaráætlun. Aukinn lögfræðikostnaður skýrir hluta umframkeyrsluna en einnig aukinn kostnaður vegna vistunargjalda. Vestmannaeyjabær býr vel að hæfu starfsfólki innan barnaverndarþjónustunnar sem sinna verkefninu af fagmennsku.