ÍBV vann fjögurra marka sigur, 34:30 á Differdange í Lúxemborg í fyrri leiknum í þriðju umferð Evrópubikars karla í handbolta í gær.
ÍBV var 15:12 yfir í hálfleik og hélt þeirri forystu út síðari hálfleikinn og vann að fjögurra marka sigur.
Seinni leikurinn er í dag á sama stað og eru Eyjamenn í vænlegri stöðu með fjögur mörk í plús.
Mynd Sigfús Gunnar: Elmar skoraði fjögur mörk í leiknum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst