Hugrakkar stelpur - Upplifun af námskeiðinu
9. nóvember, 2023

Agnes Líf Sveinsdóttir, Birta Marinósdóttir og Emma Bjarnadóttir eru að fara af stað með námskeið sitt Hugrakkar stelpur í annað sinn í nóvember. Markmiðið með námskeiðinu er að styrkja sjálfsmynd og sjálfstraust stúlkna með því að efla hugrekki. Okkar vilji er að börn í Vestmannaeyjum geti sótt slíkt námskeið í sínum heimabæ sem að hvatti okkur til að fara af stað með þetta verkefni í sumar. Við teljum mikilvægt að börn læri að stíga inn í krefjandi aðstæður til að virkja hæfileika sína en til þess þarf hugrekki. Á námskeiðinu fjöllum við um leiðir til að takast á við hindranir í daglegu lífi og hvernig hugsun, hegðun og tilfinningar geta haft áhrif á okkur. Einnig skoðum við styrkleika og veikleika okkar til að auka skilning og meðvitund um viðbrögð við ólíkum aðstæðum. Við ræðum vináttu og samskipti en það er mikilvægt að huga að því hvernig vinir við viljum vera og auka meðvitund um hvernig samskiptaleiðir geta styrkt og veikt vináttu. Skemmtilegar en stundum krefjandi æfingar og leikir eru í fyrirrúmi til að efla hugrekki. Okkar markmið er að þátttakendur efli meðvitund um sjálfsvirði og sýni hugrekki til að framkvæma það sem þær langar að gera. Við viljum koma því á framfæri að við erum spenntar fyrir því að vera einnig með námskeið fyrir drengi og aðra aldurshópa og að við stefnum á það í náinni framtíð.  

Næsta námskeið hefst 14. nóvember – Sjá frekari upplýsingar neðst.

Við fengum þrjár hugrakkar stelpur og foreldra þeirra til að svara nokkrum spurningum um sína upplifun af námskeiðinu:   

   

Lilja Huld Þórisdóttir 

Um hvað snýst námskeiðið?Námskeiði snýst um að efla hugrekki og sjálfstraust.
Hvað tókstu með þér af námskeiðinu? Feimnin minnkaði og mér finnst ég standa meira með sjálfri mér.  

   

Helena Björk Þorsteinsdóttir móðir Lilju  

Hver var ykkar upplifun á námskeiðinu? Upplifunin var góð. Góð efnistök og við fundum fyrir ánægju Lilju með árangurinn sinn á námskeiðinu. 
Er eitthvað sem að þú sérð að barnið lærði af námskeiðinu/ tók með sér af námskeiðinu? Hún hefur alltaf verið einlæg og traust. Hún er opnari og tekur upp umræður af fyrrabragði.  

   

Hugrökk Stelpa 

Um hvað snýst námskeiðið? Námskeiðið er um að láta man fá betra sjálfstraust og betri sjálfsmynd og að vera hugrakkur.
Hvað fannst þér skemmtilegast við námskeiðið?  Skrítnu leikirnir. 
Hvað tókstu með þér af námskeiðinu? Meira sjálfstraust, betri sjálfsmynd og meira hugrekki.  

 

Móðir einnar hugrakkar  

Hver var ykkar upplifun á námskeiðinu? Þetta er frábært námskeið sem ég mæli mikið með. Mín dóttir varð öruggari með sig eftir námskeiðið og öruggari með að standa við sínar skoðanir. Við munum skrá hana á framhaldsnámskeið ef það verður einhvern tímann í boði.  

   

Sigrún Anna Valsdóttir 

Um hvað snýst námskeiðið?  Að vera hugrökk og gera sitt besta. 
Hvað fannst þér skemmtilegast við námskeiðið? Sýningin sem við gerðum og dansarnir sem við lærðum. 
Hvað tókstu með þér af námskeiðinu? Ég varð miklu hugrakkari, ég hefði til dæmis aldrei þorað að fara í leik prufurnar hjá leikfélaginu ef ég hefði ekki farið á námskeiðið.  

 

Linda Óskarsdóttir 

Hver var ykkar upplifun á námskeiðinu?  Við vorum alsæl með námskeiðið. Námskeiðið var fjölbreytt og skemmtilegt. Emma og Agnes héldu svo vel utanum hópinn, kynntu efnið á áhugaverðan máta og sýndu stelpunum mikinn skilning og stuðning. Á námskeiðinu lærðu stelpurnar margt sem mun gefa þeim gott veganesti út í lífið. Sem dæmi lærðu þær hvað einkennir góða vináttu og hversu mikilvægt það er að halda trúnaði þegar aðrir treysta manni fyrir einhverju. Stelpan okkar hafði alltaf frá einhverju nýju og spennandi að segja eftir hvern tíma. Hápunkturinn á námskeiðinu var svo sýningin í lokin – þar sem stelpurnar sýndu mikið hugrekki og stóðu einar uppi á sviði og deildu einhverju persónulegu með fólkinu í salnum. 
Er eitthvað sem að þú sérð að barnið lærði af námskeiðinu/ tók með sér af námskeiðinu? Heldur betur – það sem við tókum kannski mest eftir er að hún fór að hafa mun meiri trú á sjálfri sér.  

Við mælum 100% með þessu námskeiði og vonum innilega að þær verði með framhaldsnámskeið fyrir þær stelpur sem hafa farið áður.  

 Greinina má einnig lesa í 21. tbl Eyjafrétta.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst