Neistinn kviknaði í flugvél á leið til New York
28. nóvember, 2023

Sigrún Alda Ómarsdóttir opnaði Litlu Skvísubúðina árið 2010 í kjallaranum heima hjá sér. Ástæða þess var sú að í henni hafði blundað einhvers konar þrá að opna verslun. Áður hafði hún unnið í apóteki, sjoppu og á veitingarstöðum.  

Ég hafði í rauninni aldrei starfað í verslun. Á þessum tíma hafði ég nýlega lokið námi í grunnskólakennarafræðum frá HÍ og ég vissi að það vantaði ekki kennara hér í Eyjum, svo ég var ekki að fá vinnu við það sem mig langaði að gera. Ég ákvað því að skapa sjálfri mér atvinnu og ætlaði svo bara að sjá til. Það sem kannski gerði útslagið var að haustið 2010 fór ég til New York. Í flugvélinni sátum við hjónin við hliðina á konu sem hafði rekið verslun á Laugarveginum í mörg ár. Hún sagði mér allskonar sögur af þessari upplifun og þetta varð til þess að einhver neisti kviknaði innra með mér. Hún hvatti mig áfram að skella mér út í þetta. Hún fór með mér um hverfi í New York og benti mér á allskonar sniðuga hluti sem hægt væri að selja. Við eyddum góðum tíma með henni í borginni og fengum aftur sæti hjá henni á leiðinni heim og við ræddum ennþá meira um þetta. Þegar heim var komið hringdi ég í hana og þar með var ég búin að taka ákvörðun að opna búð,“ segir Sigrún Alda. 

Tískusýning í stofunni 

Þegar Sigrún hafði tekið þessa ákvörðun og lagt mikla vinnu í að gera upp kjallarann hélt hún opunarpartý þann 19. nóvember 2010. Bauð heim konum sem endaði með tískusýningu í stofunni. Kvöldið gekk vel og seldust nánast allar vörurnar og svo var pantað meira. Hún hugsaði að ef þetta gengi ekki upp, væri ekkert mál að skella í lás. 

„Það fyndnasta var að jólasalan þetta ár fór fram úr öllum vonum og var ekkert annað í stöðunni en að halda áfram. Þann 22. nóvember 2010 hringdi Sigurlás heitinn, aðstoðarskólastjóri í mig því það vantaði kennara í afleysingar vegna veikinda.  

Ég ákvað að slá til. Hélt að það yrði bara tímabundið en það endaði á að ég kenndi bekknum allan þann vetur og næsta vetur á eftir. Á meðan var opnun búðarinnar eftir því. Alltaf komu viðskiptavinir og alltaf seldi ég vörurnar mínar.“ 

Á þessu tímabili var nóg að gera að sinna vinnu, viðskiptum og fjölskyldulífinu. „Ég var alltaf með opið upp til mín þegar börnin voru heima og konurnar tóku tillit til þess ef ég þurfti að skjótast upp, ef einhver kallaði. Einu sinni var full búð og þá heyrðist galað af efri hæðinni;  – Ég er búinn. Þá baðst ég afsökunar og hljóp upp til að skeina. Þetta þótti bara heimilislegt og skemmtilegt.”  

Festi kaup á húsnæði 

Í desember 2013 festi Sigrún kaup á Skólavegi 6 og flutti inn í helminginn af húsnæðinu 2014. „Anna heitin á Löndum var með saumastofu í hinum hlutanum. Þegar hún lést ákváðum við að opna á milli og stækka búðina. Síðan hafa árin liðið og alltaf er jafn gaman í vinnunni. Með fram vinnu kláraði ég mastersgráðuna mína í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Pabbi sagði alltaf við okkur að það væri bara eitt í lífinu sem ekki væri hægt að taka af okkur, það væri menntun. Ég ákvað því að mennta mig vel því ég hefði hana þá allavega, ef allt annað klikkaði. Ég hef aldrei nýtt mér þá menntun en auðvitað nýtist öll menntun á einhvern hátt. Kannski seinna geri ég eitthvað við þetta,“ sagði Sigrún Alda sem síðan þá hefur hún bætt við sig allskonar hlutum. 

Eitt skref í einu 

Sigrún Alda flutti búðina miðsvæðis, Bárustíg í nýtt og stærra húsnæði þann 8. nóvember sl. „Það er frábært að vera komin á nýjan stað og hlökkum við mikið til framhaldsins. Þetta tekur allt tíma, finna út hvað hentar og ég ætla ekki að gleypa heiminn. Það á eftir að koma í ljós hvað virkar og hvað ekki. Barnafötin eru mjög vinsæl enda erum við með flott merki.“ 

Sigrún Alda segist eiga góða að sem hafa aðstoðað hana mikið. „Sigrún Jónsdóttir er hjá mér í hlutastarfi sem er frábært. Algjör perla og hjálpar mér ótrúlega mikið, það er ómetanlegt. Svo á ég yndislega tengdamóður sem kemur og hjálpar við að taka upp vörur og annað sem til fellur. Við finnum alveg mun á nýrri staðsetningu, þá sérstaklega á að fólk droppar inn þegar það á leið í Eymundsson eða bara í bæinn”.  

Fullt til í jólapakkann 

Mikil spenna og tihlökkun er fyrir jólavertíðinni, ásamt smá kvíði líka segir Sigrún. „Það er smá kvíði fyrir því að fólk kjósi frekar að versla við stóru risana sem geta boðið afslætti ofan á afslætti. Ég get það því miður ekki. Ég reyni að vera með sanngjarnt verð, góðar útsölur og markaði en það er dýrt að reka verslun.“ 

 Segist hún vona að fólk í Eyjum kjósi frekar að versla við okkur litlu verslanirnar því þær skipti svo miklu máli. „Þetta væri ekki spennandi bæjarfélag ef ekki væri hægt að halda hér úti verslun allt árið um kring. Það er því hagur okkur allra ef fólkið okkar verslar við verslanir okkar. Við bjóðum bæði persónulega og góða þjónustu, höfum frábært úrval og viljum halda áfram að gera það. Ég veit það að ég gæti svo vel verið að gera eitthvað allt annað, átt sumarfrí, helgarfrí og jólafrí en þetta kýs ég að gera og mér þykir mjög vænt um starfið mitt. Úrvalið hjá okkur hefur aldrei verið betra og fullt til í jólapakkann.  


Mikið úrval af vönduðum barnafatnaði.


Fallegur jólafatnaður.

Ástríðan til staðar 

Aðspurð hvort hún hlakki til jólanna segist hún vera mjög spennt. „Get ekki beðið eftir að fá inn fólk, pakka inn gjöfum og alltaf á aðfangadagskvöld hugsa ég til þess að, undir fullt af jólatrjám liggja pakkar úr búðinni minni sem vonandi gleðja marga. Þá fæ ég hlýtt í hjartað. Það er nefnilega þannig að þegar maður á og rekur verslun verður það svo stór partur af manni. Maður vakir og sefur yfir því sem maður er að gera og ef hjartað og sálin er ekki með á maður að gera eitthvað annað í lífinu. Ástríðan verður að vera til staðar. Hún er það svo sannarlega í minni sálu,“ segir Sigrún Alda að lokum. 

Greinina má einnig lesa í 22. tbl Eyjafrétta.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst