Í brunanum sem varð að Vesturvegi 28 í Eyjum síðasta miðvikudag, skemmdist húsið mjög mikið. Einnig brann mikið af innbúinu eða það skemmdist af sóti og reyk og er flest af því ónýtt. Einar Guðlaugsson og Sólrún Elídóttir bjuggu í húsinu. Sólrún sagði í viðtali við eyjafrettir, að þau hafi ekki verið búin að tryggja innbú sitt og að skaði þeirra sé því mjög mikill. Hún hefur óskað eftir því að þeir sem gætu lagt þeim eitthvað lið, t.d. með peningagjöfum, geti lagt inn á reikning í Sparisjóðnum. Reikningsnúmerið er 1167 26 3934. Og kennitalan 040556-2309.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst