ÍBV framlengdi samninga sína við þá Atla Heimsson og Andra Ólafsson nú á föstudag. Atli framlengdi samning sinn við ÍBV til 2010 en Andri sem var samningslaus framlengdi til 2009. Atli kom til ÍBV frá Aftureldingu í byrjun sumars og lék vel með Eyjamönnum í fyrstu deildinni en hann skoraði átta mörk í sautján leikjum þar, sem og þrjú mörk í jafnmörgum leikjum í VISA-bikarnum.