Taflfélag Vestmannaeyja sendi um helgina hóp barna á Íslandsmót barna í skák sem haldið var í Reykjavík. Alls voru keppendur á mótinu 100 og þar af voru 18 frá Vestmannaeyjum sem sýnir hversu blómlegt starf skákíþróttarinnar er í Eyjum. Kristófer Gautason, varð Íslandsmeistar ogRóbert Aron Eysteinsson og Ágúst Már Þórðarson efstir í sínum aldursflokki. Kristófer varð þar með Íslandsmeistari barna í annað sinn á jafn mörgum árum og er líkast til í fyrsta sinn sem sama barnið sigrar þetta mót tvisvar.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst