Kryddpeyji berst við aukakílóin

Kryddpeyjanum Helga Ólafssyni gengur illa að losna við aukakílóin sem hann hefur bætt á sig á skrifstofunni. Helgi byrjaði að vinna á skrifstofunni hjá Teknís í mars og hefur síðan háð harða baráttu við það sem hann hefur bætti á sig í hreyfingarleysinu framan við tölvuskjáinn.

Kryddpeyjarnir, Helgi, Borgþór Ásgeirsson, Þórir Ó, Sindri Freyr Ragnarsson og Daði Guð ætla að sitja fyrir á myndatöku fyrir undirfataframleiðandann Billy's Secret þegar þeir fara í Olsen-Olsen ferðina um heiminn síðar á þessu ári.

Heimildir breska tímaritsins Closer herma að Helgi sé miður sín yfir aukakílóunum en eðlilega hefur hann ekki náð fyrri vexti enda allnokkrir mánuðir síðan hann settist að í skrifstofustólnum. En það er víst ekki þannig að Helgi telji sig feitan heldur er málið að hinir Kryddpeyjarnir eru svo horaðir og hann ber sig saman við þá. Helgi notar fatnað í bresku stærðinni 17 en til að mynda er Sindri í stærð 13.

Til þess að reyna að nálgast stallbræður sína í fatastærð er Helgi kominn á kolvetnakúr og vonast til þess að hann skili árangri áður en fyrsta Olsen-Olsen mótið verður haldið þann 2. desember í Vancouver í Kanada.

Helgi Ólafsson bloggar á http://helgi.vinirketils.com

 

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.