Auðvitað á maður ekki að vera að trufla hann á sinni blogg síðu sem hann heldur úti sem hobbý. Ég skil það mjög vel að hann vilji ekki þurfa að svara spurningum vegna starfa sinna á bloggsíðu sinni .
Ég vil þakka Elliða svörin við mínum spurningum vegna Bakkafjöru. En í raun er ég jafnnær, því ekkert kom fram í svörum Elliða annað en það sem flestir Eyjamenn vita nú þegar. Ég tala um Bakkfjöruævintýri sem Elliði tekur fagnandi sem jákvætt innlegg í ævintýrið. .Ævintýrin enda ekki öll vel, því miður. En ef Bakkafjöruævintýrið endar vel, verð ég sú fyrsta til að óska núverandi bæjarstjórn til hamingju með gott framtak. En er ekki í stöðunni hjá bæjarstjórn Vestmannaeyja að Eyjamenn fái að kjósa um þetta mál? Ef meirihluti Eyjamanna er með Bakkafjöru yrði það styrkur fyrir bæjarstjórn Vestmannaeyja. Ég panta viðtal í framtíð. Takk.
Hanna Birna bloggar á http://hbj.blog.is




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.