Gunnar Heiðar lánaður til Vålerenga
28. ágúst, 2007

eyjar.net náðu tali af Gunnari Heiðari rétt áður en hann steig upp í flugvél á leið til Óslóar í Noregi, þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun og ef allt gengur eftir þá mun hann skrifa undir 10 mánaða lánssamning við úrvalsdeildarliðið Vålerenga.

Gunnar Heiðar hefur verið að spila með þýska 1. deildarliðinu Hannover síðan í mars á síðasta ári og á ennþá um 2 ár eftir af samningi sínum þar.

Gunnar Heiðar hefur náð samkomulagi við Vålerenga um persónuleg kjör og hlunnindi og er það nánast pottþétt að Gunnar Heiðar og unnusta hans Bjarný Þorvarðardóttir séu að flytja til Óslóar á næstu dögum.

Mörg lið hafa verið á eftir Gunnari Heiðari meðal annars AGF í Danmörku (Árósum), auk fleirri norskra liða. Vålerenga er sem er í 9. sæti deildarinnar og hefur skorað fæst mörk allra í deildinni í ár og er það nokkuð ljóst að Gunnar Heiðar verður mikill liðstyrkur fyrir liðið enda fæddur markaskorari. Árni Gautur Arason landsliðsmarkvörður er einnig hjá Vålerenga.

eyjar.net óskar Gunnari Heiðari alls hins besta í þessari nýju áskorun.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.