Fyrr í kvöld birti eyjar.net frétt um þjófstart í merkingu fyrir þjóðhátíðartjöld í Herjólfsdal og hafði þá fyrr um kvöldið mikill fjöldi eyjamanna mætt í Herjólfsdal til að ná sér í góða staðsetningu fyrir komandi helgi.Í þeirri frétt kom fram að tjöldun yrði leyfð klukkan 13:00 fimmtudag, en rétt fyrir 23:00 byrjaði fjörið á ný og aftur var haldið af stað með bönd og hæla til að merkja stæði. Höfðu þá sjálfboðaliðar og starfsmenn þjóðhátíðarnefndar fengið að merkja sér stæði og eftir það fylltist Herjólfsdalur á örskammri stundu.
Mátti heyra á mörgum að þeir væru ekki á eitt sáttir við þær yfirlýsingar þjóðhátíðarnefndar að tjöldun ætti að hefjast klukkan 13:00 fimmtudag þegar svo annað koma á daginn. En eins og einn í þjóðhátíðarnefndinni orðaði það “Það er tvennt sem þjóðhátíðarnefnd ræður ekki við en það er veðrið á þjóðhátíðinni og tjöldun”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst