Ökumaður torfærumótorhjóls sem var á ferð með þremur öðrum á Sólheimasandi í gærmorgun missti hjólið undan sér er þeir óku yfir ósa árinnar Klifanda.
Brimið var það mikið og útsog sterkt að öldurnar báru hjólið á haf út.
„Hann var heppinn að fara ekki með hjólinu, sagði varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.
“
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst